Áskriftarumsókn

Vetur 2023/2024

Nemandi / Starfsmaður

Greiðandi

Upphaf áskriftar

Ég óska eftir að áskrift hefjist:

Sérfæði
Vegan

Veganréttur er í boði daglega fyrir alla áskrifendur Skólamatar. Skráning í vegan tryggir að nemandinn fái vegan mat þá daga sem matarþjónusta er með óhefðbundnum hætti t.d. nesti vegna skólaferðalaga

Athugasemdir

Greiðslufyrirkomulag


Upphæð áskriftar verður skuldfærð af eftirfarandi kreditkorti 1. hvers mánaðar

Áskriftarskilmálar

Fyrsta áskriftartímabil gildir frá fyrsta skóladegi til lok september. Frá og með október til apríl fylgir hvert áskriftartímabil almanaksmánuði, frá fyrsta til síðasta dags mánaðar. Síðasta áskriftartímabil vetrarins gildir frá byrjun maí til skólaloka. Ekki er hægt að kaupa mataráskrift fyrir hluta úr áskriftartímabili.

Áskriftarsamningur framlengist sjálfkrafa óbreyttur milli áskriftartímabila nema beiðni um uppsögn eða breytingu á áskriftarvöru eða tímabili berist með sannanlegum hætti fyrir 25. mánaðarins á undan. Á mínum síðum Skólamtar er hægt að segja upp eða breyta áskrift. Staðfesting er send til baka í tölvupósti og tekur þá gildi við upphaf næsta áskriftartímabils, eða í lok annars áskriftartímabils ef um það er beðið.

Uppsögn þarf að berast fyrir 25. mánaðarins á undan svo hún taki gildi næsta mánuð.

Áskrift ber að greiða í upphafi áskriftartímabils. Gjalddagi greiðslukrafna er 1. dagur áskriftarmánaðar og eindagi 5 dögum síðar. Reikningar teljast samþykktir nema gerðar séu sannanlegar athugasemdir eigi síðar en 7 dögum eftir upphaf áskriftartímabils.

Ef valið er að fá greiðsluseðil sendan í pósti leggjast kr. 322 á kröfuna. Ekkert greiðslugjald leggst á seðillausar greiðslukröfur sem birtast aðeins í heimabanka/netbanka. Ekkert auka gjald er lagt á ef greitt er með greiðslukorti. Ef ekki er heimild á greiðslukorti verður sendur greiðsluseðill á skráðan greiðanda. Ítrekun er send í pósti 7 dögum eftir eindaga, þá leggst einnig á kostnaður vegna innheimtubréfs kr. 950.

Mataráskrift er einungis fyrir skráðan áskrifanda. Ekki er heimilt að nýta mataráskriftina fyrir annan en skráðan áskrifanda.

Hafi greiðsla ekki borist fyrir mataráskrift innan umsamins greiðslufrests er heimilt að hætta afgreiðslu skólamáltíða. Ef slíkt kemur upp og skuld er svo greidd á áskriftartímabili eftir að afgreiðslu skólamáltíða var hætt verður opnað fyrir áskrift án tilkynningar nema ef skrifleg uppsögn hefur borist á undan. Ef skuld er hins vegar greidd eftir að áskriftartímabili líkur þarf að sækja um áskrift að nýju. Skal þá senda tölvupóst á skolamatur@skolamatur.is.

Sérfæði vegna ofnæmis eða óþols er afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs. Ef læknisvottorð berst eftir að næsta áskriftartímabil er hafið, hefst afgreiðsla sérfæðis næsta mánudag á eftir. Læknisvottorði skal skilað inn á skrifstofu Skólamatar ehf., Iðavöllum 3d, Reykjanesbæ eða í tölvupósti á serfaedi@skolamatur.is.

Skólamatur ehf. vekur athygli á að fyrirtækið getur ekki ábyrgst, jafnvel þótt um sérfæði sé að ræða, að í matvælum geti ekki verið ofnæmisvaldandi efni í snefilmagni.

Ekki er hægt að endurnýja áskrift ef umsækjandi/greiðandi er í vanskilum.

Farið er með allar persónuupplýsingar sem verða til vegna áskriftar og notkunar á vefsvæði Skólamatar ehf. í samræmi við lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga eins og þær eru á hverjum tíma. Fullum trúnaði er heitið.

Aðeins er beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna afgreiðslu skólamáltíða og greiðslu. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Skólamatar ehf. Á vefsíðu okkar notum við SSL-tækni til þess að senda upplýsingar örugglega í bókunarkerfi okkar.

Bókunarkerfi okkar geymir allar upplýsingar á dulkóðuðum tölvuþjón. Allir tölvuþjónar sem við notum dulkóða upplýsingarnar þínar. Tölvukerfi okkar er varið með vírusvörnum sem leita reglulega að öryggisbrest.

Allir sem hafa aðgang að persónuupplýsingum eru bundnir trúnaði.

Við munum tilkynna án tafar ef það kemur upp öryggisbrestur er varðar persónuupplýsingar þínar. Með öryggisbrest er átt við brot á öryggi sem verður til þess að eyðing, breyting, birting eða aðgangur er veittur að persónuupplýsingum, óviljandi eða með ólögmætum hætti.


Augnablik...

Sími: 420 2500
8:00 - 16:00